Frí póstsending á pöntunum yfir 10.000 kr.
Tungldagbók 2022
Tungldagbók 2022
Tungldagbók 2022
Tungldagbók 2022
Tungldagbók 2022
Tungldagbók 2022
Tungldagbók 2022
Tungldagbók 2022

Tungldagbók 2022

4.830 kr

6.900 kr

Tungl dagbókin fyrir 2022 er komin!

Í ár fæst bókin í tveimur litum, sægrænum og antíkbleikum.
Þetta er harðspjaldabók með fallegu fíngerðu strigaefni og gull þrykkingu sem glampar á.

Bókin inniheldur fróðleik um tunglið og stjörnuspeki, ræktun og tínslu jurta í takti með tunglinu og fróðleik um tíðahringinn.

Skipulags hluti dagbókarinnar er með viku á opnu, sér opnu fyrir hvern mánuð og skipulags opnu í byrjun hvers mánaðar. Eins er ein síða til að skrifa á fyrir hvert fullt og nýtt tungl.
Á hverjum degi sjáum við stöðu tunglsins og helstu afstöður himintunglanna og getum þannig fylgst með gangi þeirra.

Hún er betrumbætt útgáfa af fyrstu tungl dagbókinni frá því í fyrra, með meiri upplýsingum um tunglið, tíðahringinn og jurtir.
Við bættum við upplýsingum frá grasalækni um hvaða jurtir er hægt að týna hér á Íslandi, flokkað eftir mánuðum.
Eins eru upplýsingar um hvaða jurtir er hægt að rækta hér á landi og hvaða ilmkjarnaolíur er hægt að nota til að styðja við tíðahringinn.

Þetta er bók sem hjálpar okkur að tengjast takti náttúrunnar, taka eftir tunglinu og stjörnunum og á sama tíma er hún mjög praktísk og hönnuð til að hjálpa fólki við að halda utan um skipulagið sitt.
Hún er fullkomin bæði fyrir fólk í vinnu, skólafólk, sjálfstæða atvinnurekendur og einfaldlega alla sem vilja skipuleggja líf sitt betur.

Stærð: 16 x 22 cm