Við höfum skipt um greiðsluhirði og bjóðum nú upp á greiðslur í gegnum Teya eða Netgíró 🍉

Skilmálar

Pantanir
Lauuf tekur til pöntun þegar greiðsla hefur borist. Um leið og greiðsla berst er kaupanda send staðfesting í tölvupósti.

Ef kaupandi óskar eftir póstsendingu eru vörurnar sendar með Íslandspósti eða Dropp og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar tiltekins sendingaaðila um afhendingu vörunnar. LAUUF ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á því tjóni sem kann að verða í flutningi.

Pantanir má einnig sækja á lager okkar Barðaströnd 1, 170 Seltjarnarnesi eftir samkomulagi. Best er að hafa samband í síma 6976490 eða senda tölvupóst á lauuf@lauuf.com. 
 
Afhendingartími og sendingarkostnaður
Afhendingartími er að jafnaði 1-4 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. Varan er póstsend á næsta pósthús, afhendingarstaði Dropp eða heimsend eftir því hvað viðskiptavinur velur. Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram. Sendingarkostnaður fellur niður ef verslað er fyrir 10.000 kr. eða meira.
 
Verð
24% virðisaukaskattur er innifalinn í verði vörunnar. Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og áskilur LAUUF sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp. Ef vara en ekki til á lager látum við þig vita og endurgreiðum hafi greiðsla þegar farið fram.  
 
Skilafrestur og endurgreiðsla
Vörum er hægt að skila innan 14 daga og fá endurgreiðslu. Skilyrði er að varan sé ónotuð, í upprunalegum umbúðum og að kvittun eða afrit af pöntun fylgi. Vinsamlegast sendið tölvupóst á lauuf@lauuf.com ef þið óskið að skila eða skipta vöru. Viðskiptavinir skulu bera beinan kostnað af því að skila vöru og er sendingarkostnaður ekki endurgreiddur, nema vara sé gölluð. 
 
Greiðslur
LAUUF býður upp á þrenns konar greiðslumöguleika, millifærslu á bankareikning, greiðslu með korti í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor og Netgíró. Pöntun er samþykkt um leið og millifærslan hefur gengið í gegn, ef vara er ekki greidd innan 24 klst. telst pöntun ógild.
 
Annað
LAUUF heitir fullum trúnaði við viðskiptavini sína og afhendir ekki upplýsingar til þriðja aðila. Allir sem versla hjá vefverslun Lauuf verða skráðir sjálfkrafa á póstlistann okkar. Vinsamlegast hafið samband á lauuf@lauuf.com eða í síma 697-6490 ef einhverjar frekari spurningar vakna. Öll ákvæði skilmálanna hér að ofan ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur milli aðila verður slíkur ágreiningur einungis leystur fyrir íslenskum dómstólum

 

Upplýsingar

Marglaga slf.

Kennitala: 710720-0880
Bankaupplýsingar: 0301-26-012428
VSK nr. 138972

Tölvupóstur: lauuf@lauuf.com

Sími:  Elín Bríta, 697-6490